Þarf að borga undir hann á glæsihóteli

Jesse Lingard og Mark Noble ánægðir eftir sigurinn á Leicester …
Jesse Lingard og Mark Noble ánægðir eftir sigurinn á Leicester í gær. West Ham er mjög óvænt í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar. AFP

Enski knatt­spyrnumaður­inn Jesse Lingard hef­ur farið á kost­um með West Ham síðan hann kom þangað sem lánsmaður frá Manchester United í janú­ar og nú þarf fyr­irliði West Ham að standa við lof­orð sem hann gaf hon­um.

Mark Noble, reynd­asti leikmaður West Ham, sem lék sinn 400. leik fyr­ir fé­lagið í úr­vals­deild­inni í gær þegar það lagði Leicester 3:2, hef­ur upp­lýst hverju hann lofaði Lingard þegar hann kom til fé­lags­ins.

„Ég sagði við hann þegar hann kom að ef hann skoraði átta mörk, skyldi ég bjóða hon­um út að borða ásamt gist­ingu á Cor­int­hia Hotel, þannig að þetta mun kosta mig ein­hverj­ar krón­ur!“ sagði Noble á sam­fé­lags­miðlum.

Cor­int­hia Hotel er fimm stjörnu hót­el í miðborg London, rétt hjá West­minster, og þykir eitt það flott­asta í heimi. 

Lingard er þegar bú­inn að skora átta mörk í níu leikj­um með West Ham og leggja upp þrjú mörk að auki, en hann hef­ur gjör­sam­lega sprungið út eft­ir að hafa gengið í gegn­um erfiða tíma hjá Manchester United. Nú eru nokk­ur af stærstu fé­lög­um heims sögð vera far­in að líta hann hýr­um aug­um en West Ham von­ast til þess að geta keypt Lingard af United í vor.

Meðal ann­ars er Lingard orðaður við Real Madrid, Par­ís SG og In­ter Mílanó í fjöl­miðlum í dag og þá er Arsenal sagt ætla að reyna að yf­ir­bjóða West Ham og krækja í hann eft­ir tíma­bilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert