Fyrirliði Arsenal með malaríu

Pierre-Emerick Aubameyang þurfti að leggjast inn á sjúkrahús.
Pierre-Emerick Aubameyang þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Arsenal, hefur upplýst að það sé hitabeltissjúkdómurinn skæði malaría sem hann er að glíma við þessa dagana.

Aubameyang var ekki með Arsenal um síðustu helgi, og ekki heldur gegn Slavia Prag í leiknum sem nú stendur yfir í Evrópudeildinni í Tékklandi, og skýrði frá því á Instagram í dag að hann hefði veikst af sjúkdómnum þegar hann fór í landsliðsverkefni í heimalandinu Gabon í lok mars.

„Ég var á sjúkrahúsi í nokkra daga en mér líður betur og betur með hverjum deginum sem líður, þökk sé frábærum læknum sem fundu út að ég væri með þennan vírus og hafa meðhöndlað hann hratt og vel,“ skrifaði Augameyang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert