Breska ríkisstjórnin íhugar lagasetningu gegn ofurdeildinni

Stofnun ofurdeildarinnar er mótmælt víðs vegar um England.
Stofnun ofurdeildarinnar er mótmælt víðs vegar um England. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að einskis yrði látið ófreistað til að stöðva fyrirætlanir sex enskra knattspyrnufélaga um að taka þátt í nýrri ofurdeild í evrópska fótboltanum.

Johnson sagði í yfirlýsingu að hann héti knattspyrnuyfirvöldum landsins fullum stuðningi og staðfesti að hann hefði fullan stuðning ríkisstjórnarinar til að stöðva fyrirætlanir félaganna. Ríkisstjórnin væri að skoða alla möguleika, meðal annars lagasetningu, til að tryggja að komið yrði í veg fyrir þær. 

Yfirlýsingin var birt í kjölfarið á fundi með fulltrúum enska knattspyrnusambandsins, úrvalsdeildarinnar og stuðningsmannasamtaka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert