Leikmenn United voru ekki hrifnir

Harry Maguire fyrirliði Manchester United fremstur í flokki fyrir leik …
Harry Maguire fyrirliði Manchester United fremstur í flokki fyrir leik liðsins gegn Burnley á sunnudaginn. AFP

Ed Woodward, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hitti leikmenn liðsins á stuttum fundi á æfingasvæði félagsins í gær til að útskýra fyrir þeim nýju ofurdeildina sem félagið á aðild að.

Daily Mail segir að leikmenn United, með fyrirliðann Harry Maguire í fararbroddi, hafi ekki verið hrifnir af því sem Woodward hafði fram að færa og hvernig staðið hefði verið að því að kynna fyrirhugaða keppni.

Þeir eru sagðir hafa lýst yfir óánægju með að hafa frétt af stofnun deildarinnar í gegnum fjölmiðla og að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefði þurft að sitja óundirbúinn fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leik liðsins við Burnley á sunnudaginn. Fréttirnar af deildinni bárust á meðan leikurinn stóð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert