Ensku knattspyrnufélögin Tottenham, Manchester United, Liverpool og Arsenal hafa öll tilkynnt að þau séu hætt við þátttöku í fyrirhugaðri ofurdeild Evrópu.
Félögin fjögur tilkynntu þetta hvert á fætur öðru nú í kringum klukkan 22 að íslenskum tíma, í kjölfarið á því að Manchester City og Chelsea drógu sig út úr tólf félaga hópnum fyrr í kvöld. Chelsea er reyndar eina félagið af þessum sex sem hefur ekki tilkynnt formlega að það sé hætt við.
„Við hlustuðum vel á viðbrögðin frá stuðningsfólki okkar, bresku ríkisstjórninni og öðrum lykilaðilum,“ segir m.a. í yfirlýsingu Manchester United.
„Eftir að hafa hlustað á ykkur og allt fótboltasamfélagið síðustu daga drögum við okkur úr hinni fyrirhuguðu ofurdeild. Við gerðum mistök og biðjumst fyrirgefningar á því,“ segir í yfirlýsingu Arsenal.
„Okkur þykir miður að hafa valdið áhyggjum og óróa með framlagi ESL (European Super League). Við töldum mikilvægt að félagið okkar tæki þátt í að þróa nýtt keppnisfyrirkomulag sem myndi tryggja betur fjárhagslega háttvísi og fjárhagslegt sjálfstæði, og gætum um leið stuðlað að auknum stuðningi við fótboltann,“ sagði Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham í yfirlýsingu félagsins.
We will not be participating in the European Super League.#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) April 20, 2021
Liverpool Football Club can confirm that our involvement in proposed plans to form a European Super League has been discontinued.
— Liverpool FC (@LFC) April 20, 2021
We can confirm that we have formally commenced procedures to withdraw from the group developing proposals for a European Super League (ESL).#THFC ⚪️ #COYS
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 20, 2021
As a result of listening to you and the wider football community over recent days we are withdrawing from the proposed Super League.
— Arsenal (@Arsenal) April 20, 2021
We made a mistake, and we apologise for it.