Verður ekkert úr ofurdeildinni

Bæði Gary Neville og Jamie Carragher hafa látið vel í …
Bæði Gary Neville og Jamie Carragher hafa látið vel í sér heyra eftir að fréttir bárust af nýrri evrópskri ofurdeild. AFP

Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool, hefur enga trú á því að ný ofurdeild stærstu félaga Evrópu verði að raunveruleika.

Carragher var einn af þeim sem gagnrýndi hugmyndina harðlega þegar fyrst bárust fréttir af stofnun ofurdeildarinnar í vikunni.

Leikmenn og þjálfarar liða í ensku úrvalsdeildinni hafa verið duglegir að gagnrýna hugmyndina síðustu daga og Carragher telur að það verði erfitt fyrir eigendur stærstu félaga Evrópu að setja nýja deild af stað þegar svo margir eru mótfallnir því.

„Leikmenn höfðu ekki hugmynd stofnun deildarinnar fyrr en á sunnudaginn síðasta,“ sagði Carragher á Twitter.

„Nú þegar hafa þrír leikmenn stigið fram og líst yfir óánægju sinni með þessa hugmynd.

Ef leikmennirnir eru mótfallnir þessu þá verður ekkert úr þessari hugmynd, svo einfalt er það,“ bætti Carragher við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert