Tekur ekki við Tottenham

Brendan Rodgers hefur verið orðaður við Tottenham undanfarna daga.
Brendan Rodgers hefur verið orðaður við Tottenham undanfarna daga. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, mun ekki taka við þjálfun Tottenham næsta sumar.

Það er talkSport sem greinir frá þessu en Rodgers hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu í vikunni.

José Mourinho var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Tottenham á mánudaginn síðasta en Ryan Mason mun stýra liðinu út keppnistímabilið.

Margir stjórar hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá félaginu að undanförnu en þar ber hæst títtnefndan Rodgers og Julian Nagelsmann, stjóra RB Leipzig.

Tottenham er sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig, fimm stigum frá meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert