Króatíski knattspyrnumaðurinn Duje Caleta-Car vonast til þess að ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool í sumar.
Það er talkSport sem greinir frá þessu en Caleta-Car, sem er 24 ára gamall og samningsbundinn Marseille í frönsku 1. deildinni, var sterklega orðaður við Liverpool í janúarglugganum.
Liverpool ákvað hins vegar að semja við Ozan Kabak sem kom til félagsins sem lánsmaður frá Schalke í Þýskalandi.
Caleta-Car hafði vonast eftir því að ganga til liðs við Liverpool í janúar en Marseille vildi ekki missa hann á miðju tímabili.
Miðvörðurinn er uppalinn hjá Sibenik í heimalandinu en gekk til liðs vð Marseille árið 2018. Hann á að baki tólf landsleiki fyrir Króatíu og er verðmetinn á 30 milljónir punda.