Tveir leikmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool hafa snúið aftur til æfinga og gætu verið með í leik liðsins gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Þetta eru þeir Nat Phillips, sem missti af 1:1 jafnteflinu gegn Leeds United á mánudaginn vegna smávægilegra meiðsla aftan í læri, og Curtis Jones, sem hefur misst af síðustu þremur leikjum Liverpool í öllum leikjum vegna vöðvameiðsla.
Í leiknum gegn Leeds færði varnartengiliðurinn Fabinho sig niður í miðvörðinn og er það gleðiefni fyrir Liverpool að endurheimta Phillips í miðvörnina svo Fabinho sé unnt að spila í sinni stöðu, þar sem liðinu hefur gengið umtalsvert betur í síðustu leikjum með hann þar.