Í liði vikunnar hjá BBC

Gylfi Sigurdsson og James Rodriguez fagna fyrra marki Gylfa gegn …
Gylfi Sigurdsson og James Rodriguez fagna fyrra marki Gylfa gegn Tottenham. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í liði vikunnar í ensku úrvalsdeildinni hjá BBC fyrir frammistöðu sína gegn Tottenham. 

Gylfi er í fínum félagsskap eins og við má búast en í liðinu eru tveir frá Liverpool, tveir frá Manchester United og tveir frá Tottenham. 

Garth Crooks velur lið vikunnar og í umsögn um Gylfa segir hann að færa megi rök fyrir því að sínu mati að Gylfi hafi verið besti leikmaður Everton á keppnistímabilinu. Crooks segist varla muna eftir því að hafa séð Gylfa leika betur. Leikmaðurinn hafi þroskast mjög undir stjórn Carlo Ancelotti. 

Lið vikunnar hjá BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert