Kvartar ekki undan Woodward

Ed Woodward.
Ed Woodward. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United segist ekki hafa neitt undan framkvæmdastjóranum Ed Woodward að kvarta hvað varðar þeirra samstarf. 

Ed Woodward er á útleið en Solskjær var spurður á blaðamannafundi í Manchester í dag út í samskipti hans við Woodward.

„Í knattspyrnunni eru miklar tilfinningar. Ég hef átt mjög gott samstarf við Ed. Félagið mun halda áfram án hans og ég er handviss um að Manchester United vilji ávallt sækja fram. Ég mun starfa eins lengi og Manchester United vill hafa mig í vinnu og vonandi getum við lokið þessu keppnistímabili á góðum nótum og Ed er hluti af því ferli,“ sagði Solskjær en Woodward er ekki sá vinsælasti í borginni. Má nefna sem dæmi að unnin voru skemmdarverk á heimili hans í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert