Arsenal er komið í erfiða stöðu í baráttunni um Evrópudeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1:0-tap á heimavelli gegn Everton í kvöld.
Þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks tóku gestirnir í Everton forystuna. Richarlison fór þá illa með Granit Xhaka á hægri kantinum, komst upp að endamörkum, gaf fyrir með jörðinni þar sem Leno missti boltann milli fóta sér og stýrði honum í netið. Hræðilega slysalegt sjálfsmark hjá þýska markverðinum. Markið ótrúlega má sjá í spilaranum hér að ofan.