Markið: Ótrúlegt sjálfsmark Arsenal

Arsenal er komið í erfiða stöðu í baráttunni um Evrópudeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1:0-tap á heimavelli gegn Everton í kvöld.

Þegar tæp­ur stund­ar­fjórðung­ur lifði leiks tóku gest­irn­ir í Evert­on for­yst­una. Richarlison fór þá illa með Granit Xhaka á hægri kant­in­um, komst upp að enda­mörk­um, gaf fyr­ir með jörðinni þar sem Leno missti bolt­ann milli fóta sér og stýrði hon­um í netið. Hræðilega slysa­legt sjálfs­mark hjá þýska markverðinum. Markið ótrúlega má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert