Þýski framherjinn Timo Werner skoraði loks fyrir Chelsea og mikilvægt var það. Mark hans í fyrri hálfleik gegn nágrannaliði West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag reyndist sigurmark í leik sem skipti miklu máli varðandi baráttuna um Meistaradeildarsæti.
Markið má sjá í spilaranum hér að ofan en þetta var aðeins þriðja mark Werners í síðustu 32 leikjum hans fyrir Chelsea.