Stofnandi Spotify hefur áhuga á Arsenal

Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri Spotify.
Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri Spotify. AFP

Daniel Ek, framkvæmdastjóri og stofnandi tónlistarstreymisveitunnar Spotify, hefur lýst yfir áhuga á að kaupa enska knattspyrnufélagið Arsenal, sé það til sölu.

Ek lýsti þessu yfir á Twitter-aðgangi sínum í gær, þar sem hann sagðist hafa verið stuðningsmaður Arsenal frá því hann var ungur drengur.

Sagði Ek að ef KSE, núverandi eigendahópur Arsenal, hefði áhuga á að selja, hefði hann áhuga á að skoða það að kaupa félagið af hópnum.

Josh Kroenke, einn af stjórnendum Arsenal og sonur Stan Kroenke, stærsta einstaka eiganda Arsenal sem er í forsvari fyrir KSE, hefur þó sagt að faðir sinn hafi engin áform uppi um að selja félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert