Þúsundir mótmæla fyrir utan Old Trafford

Þúsundir mótmæla fyrir utan leikvang Manchester United, Old Trafford, í …
Þúsundir mótmæla fyrir utan leikvang Manchester United, Old Trafford, í dag. AFP

Þúsund­ir stuðnings­manna enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester United eru mættir fyrir utan Old Trafford, heimaleikvang félagsins, til að mótmæla eignarhaldi bandarísku Glazer-fjölskyldunnar á félaginu.

Joel Glazer, einn af eigendum United, var meðal þeirra sem studdu áformin um of­ur­deild­ina svo­kölluðu og ætlaði United að taka þátt í stofn­un henn­ar. Þá átti Glazer að verða varaformaður deildarinnar. Eft­ir mikla óánægju inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar dró fé­lagið þau áform til baka og Glazer bað stuðningsmenn afsökunar með opinberri tilkynningu.

Sú afsökunarbeiðni hefur hins vegar fallið í grýttan jarðveg og heimta stuðningsmenn félagsins að Glazer fjölskyldan selji Manchester United hið fyrsta.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert