Tilþrifin: Furðulegt sigurmark í botnbaráttunni

David McGoldrick skoraði sigurmark Sheffield United gegn Brighton, 1:0, er tvö af neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu mættust í kvöld. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan en það var ansi skrautlegt.

Sheffield er nú þegar fallið úr deildinni en tókst þó að vinna sigur sem þýðir að Brighton þarf áfram að horfa um öxl, enda aðeins tveimur sætum frá fallsæti. Sigurmarkið var svo einkar furðulegt en vandræðagangur varnarmanna Brighton var mikill áður en McGoldrick skoraði af stuttu færi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert