Watford var rétt í þessu að tryggja sér sæti að nýju í ensku úrvalsdeildinni með 1:0 sigri á Millwall í ensku B-deildinni.
Sigurmark leiksins skoraði Ismaila Sarr úr vítaspyrnu á 11. mínútu.
Þegar Watford á tvo leiki eftir er liðið með 88 stig. Næst á eftir liðinu kemur Brentford með 78 stig, og getur því mest komist í 87 stig í þremur síðustu leikjum sínum.
Áður var Norwich búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Bæði Norwich og Watford stoppuðu því stutt í ensku B-deildinni þar sem þau féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekk Millwall í leik dagsins.