Leeds United og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Elland Road í Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Man United var við stjórn megnið af leiknum og sköpuðu sér nokkur hálffæri í fyrri hálfleiknum.
Í síðari hálfleiknum komst Bruno Fernandes næst því að skora á 57. mínútu þegar hann skaut rétt framhjá úr dauðafæri eftir góðan undirbúning Aaron Wan-Bissaka.
Skömmu síðar slapp Mason Greenwood í gegn en náði ekki nægilega föstu skoti úr nokkuð þröngri stöðu og Illan Meslier varði auðveldlega.
Man Utd hélt áfram að reyna að leita að sigurmarkinu og á stundum komst Leeds í hættulegar skyndisóknir.
Minnstu munaði að Hélder Costa skoraði eftir eina slíka á 63. mínútu þegar hann fékk laglega langa sendingu inn fyrir frá Luke Ayling en skot hans af Wan-Bissaka og ofan á markið.
Að endingu auðnaðist hvorugu liðinu að skora og markalaust jafntefli því niðurstaðan.
Man United mistókst þar með að minnka forskot toppliðs Manchester City í átta stig og munar nú 10 stigum á nágrönnunum í efstu tveimur sætunum.
Leeds fer upp um eitt sæti og er nú í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.