Chris Wood átti fullkominn dag þegar hann skoraði þrennu og lagði upp annað í 4:0 útisigri Burnley gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Hinn nýsjálenski Wood var í góðum gír og skoraði öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik áður en hann lagði upp fjórða og síðasta markið fyrir Ashley Westwood, sem var sérlega glæsilegt.
Öll mörk Burnley í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.