Áfram á Old Trafford til 2024

Eric Bailly í leik með Manchester United.
Eric Bailly í leik með Manchester United. AFP

Eric Bailly, varnarmaður frá Fílabeinsströndinni, hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Manchester United og verður hjá félaginu í það minnsta þrjú ár til viðbótar.

Sky Sports greinir frá þessu og segir að samkvæmt heimildarmönnum sínum hafi Bailly verið óviss um framtíð sína hjá félaginu en hann hefur verið á eftir þeim Harry Maguire og Victor Lindelöf í baráttunni um miðvarðastöðurnar tvær frá því Ole Gunnar Solskjær tók við sem knattspyrnustjóri.

Bailly, sem er 27 ára  gamall, hefur þegar verið í fimm ár á Old Trafford en hann kom til félagsins frá Villarreal áraið 2016. Hann hefur þó verið talsvert frá vegna meiðsla en náði að leika sinn hundraðasta leik fyrir félagið á yfirstandandi keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert