Hyggst fá aðstoð Arsenal-goðsagna við yfirtöku

Thierry Henry er sagður vera ein þeirra Arsenal-goðsagna sem munu …
Thierry Henry er sagður vera ein þeirra Arsenal-goðsagna sem munu aðstoða Daniel Ek við að leggja fram yfirtökutilboð. AFP

Sænski milljarðamæringurinn Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri tónlistarstreymisveitunnar Spotify, hyggst leggja fram yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Arsenal. Ætlar hann að fá hjálp frá þremur Arsenal-goðsögnum við það.

Sky Sports greinir frá. Fyrrverandi leikmennirnir þrír sem um ræðir eru þeir Thierry Henry, Dennis Bergkamp og Patrick Vieira.

Í síðustu viku lýsti Ek, sem er metinn á 3,38 milljarða punda, yfir áhuga á að leggja fram tilboð í Arsenal, væri félagið til sölu, enda hafi hann verið stuðningsmaður félagsins allt frá æsku.

Þrátt fyrir að forsvarsmenn Arsenal hafi lýst því yfir að félagið væri ekki til sölu er Ek sagður vera að undirbúa tilboð, þótt Sky Sports sé ekki með nákvæma upphæð á takteinunum að svo stöddu.

Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri Spotify.
Daniel Ek, stofnandi og framkvæmdastjóri Spotify. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert