Mörkin: Glæsilegt sigurmark

Leicester City vann mikilvægan 2:1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa verið 0:1 undir að loknum fyrri hálfleik. 

Varnarmenn Leicester gleymdu Wilfried Zaha sem slapp einn á móti markverði þegar Palace náði boltanum óvænt á miðsvæðinu og skoraði á 12. mínútu. 

Timonthy Castagne jafnaði með föstu skoti úr teignum eftir virkilega góðan undirbúning Kelechi Iheanacho á 50. mínútu

Aftur sótti Leicester fram hægra megin á 80. mínútu og Kelechi Iheanacho fékk boltann hægra megin í teignum. Lagði boltann á vinstri og sendi boltann upp í þaknetið með snöggi skoti. Glæsilega gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert