Shearer og Henry fyrstir í frægðarhöll úrvalsdeildarinnar

Alan Shearer raðaði inn mörkum á ferli sínum.
Alan Shearer raðaði inn mörkum á ferli sínum. AFP

Knattspyrnugoðsagnirnar Alan Shearer og Thierry Henry eru fyrstu tveir leikmennirnir sem hafa verið vígðir inn í nýja frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar.

Shearer er markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 260 mörk í 441 leik á 14 tímabilum með Blackburn Rovers og Newcastle United.

Henry er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal og vann úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn Arsenes Wengers, þar á meðal þegar liðið tapaði ekki leik yfir heilt tímabil í deildinni tímabilið 2003/2004.

Listi yfir 23 leikmenn til viðbótar sem eiga möguleika á að vera vígðir í frægðarhöllina verður kynntur síðar í dag, þar sem fótboltaáhugamenn geta kosið um þá leikmenn sem þeim finnst eiga veru í höllinni skilið.

Thierry Henry er markahæsti leikmaðurinn í sögu Arsenal.
Thierry Henry er markahæsti leikmaðurinn í sögu Arsenal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert