Fabián Balbuena, varnarmaður West Ham, er ekki á leiðinni í leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik liðsins gegn West Ham um síðustu helgi.
Paragvæinn var rekinn af velli eftir að hafa hreinsað knöttinn upp völlinn og í kjölfarið stigið á Ben Chilwell, leikmann Chelsea. Chris Kavanagh dómari skoðaði atvikið í VAR og ákvað að gefa leikmanninum beint rautt spjald.
Viðbrögðin hafa svo ekki látið standa á sér. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, var æfur í viðtölum við fjölmiðla eftir leik og fullyrti að Balbuena hefði ekki einu sinni brotið á honum. Þá tóku Hermann Hreiðarsson og Gylfi Einarsson í sama streng er þeir ræddu atvikið á Símanum Sport á sunnudaginn eins og sjá má með því að smella á tengilinn hér að neðan.
West Ham áfrýjaði spjaldinu og hefur úrskurðarnefnd ensku úrvalsdeildarinnar ákveðið að draga það til baka. Balbuena er því ekki á leiðinni í leikbann og verður klár í slaginn með West Ham sem mætir Burnley um næstu helgi.