Michael Oliver mun dæma leik Manchester United og Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn kemur.
Þá verður Paul Tierney VAR-dómari í leiknum en leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester.
United hefur gengið vel á tímabilinu og er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 67 stig, tíu stigum minna en topplið Manchester City.
Liverpool, sem er ríkjandi Englandsmeistari, hefur hins vegar ekki gengið vel en liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 43 stig, fjórum stigum minna en Chelsea, sem er í fjórða sætinu.
Oliver hefur verið einn fremsti dómari Bretlandseyja undanfarin ár en hann hefur dæmt í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2010.