Miklu meira en þrjú stig í boði (myndskeið)

Manchester United tekur á móti erkifjendum sínum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu næstkomandi sunnudag.

Um er að ræða einn goðsagnakenndasta grannaslag knattspyrnusögunnar og gildir þá einu hvar í töflunni liðin eru.

Í meðfylgjandi myndskeiði er stiklað á stóru og sýnt frá nokkrum af frægustu viðureignum liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gegnum árin.

Man Utd og Liverpool mætast klukkan 15.30 á sunnudaginn kemur og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert