Verður áfram í herbúðum United

Edinson Cavani hefur spilað vel fyrir United á tímabilinu.
Edinson Cavani hefur spilað vel fyrir United á tímabilinu. AFP

Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani verður áfram í herbúðum enska knattspyrnufélagsins Manchester United á næstu leiktíð. Það er Moises Llorens, fréttamaður hjá ESPN sem greinir frá þessu.

Framherjinn, sem er 34 ára gamall, gekk til liðs við United á frjálsri sölu síðasta sumar þegar samningur hans við Frakklandsmeistara PSG rann út.

Cavani skrifaði undir eins árs samning við enska félagið með möguleika á árs framlengingu en fyrr í vetur bárust fréttir af því að Cavani yrði ekki áfram í herbúðum enska liðsins.

United hefur hins vegar verið á góðu skriði undanfarnar vikur og á gengi liðsins stóran þátt í þeirri ákvörðun Cavanis að vera áfram á Englandi að sögn ESPN.

Framherjinn hefur skorað átta mörk í ellefu byrjunarliðsleikjum fyrir United á tímabilinu en alls hefur hann komið við sögu í 22 leikjum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert