Anwar El Ghazi reyndist hetja Aston Villa þegar hann skoraði laglegt sigurmark í 2:1 útisigri gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Eftir afar fjörugan fyrri hálfleik þar sem Ollie Watkins skoraði fyrir Aston Villa og Dominic Calvert-Lewin jafnaði skömmu síðar hægðist talsvert á leiknum í þeim síðari.
Það breytti því þó ekki að fallegasta mark leiksins, mark El Ghazi, kom seint í leiknum, á 80. mínútu, og þar við sat.
Öll mörkin og allt það helsta úr leiknum, sem var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.