Brutust inn á Old Trafford

Stuðningsmenn Manchester United mótmæla á Old Trafford í dag.
Stuðningsmenn Manchester United mótmæla á Old Trafford í dag. AFP

Um 200 stuðningsmönnum Manchester United auðnaðist að brjótast inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, þar sem þeir mótmæltu harðlega eignarhaldi hinnar bandarísku Glazer-fjölskyldu á félaginu.

Búið var að boða til mótmæla vegna eignarhalds Glazer-fjölskyldunnar fyrir utan leikvanginn í dag en áðurnefndir stuðningsmenn létu sér það ekki nægja.

Þeir voru fjarlægðir af vellinum eftir að þeir höfðu látið í sér heyra.

BBC greinir einnig frá því að sömuleiðis hafi verið mótmælt fyrir utan hótelið sem leikmenn Manchester United dvelja á fyrir leik liðsins gegn Liverpool klukkan 15.30 í dag.

Skilaboðin til Glazer-fjölskyldunnar eru skýr.
Skilaboðin til Glazer-fjölskyldunnar eru skýr. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert