Mörkin: Aubameyang með mark og stoðsendingu

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Arsenal vann Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mörkin komu hvort í sínum hálfleiknum. Fyrst hitti Aubameyang boltann engan veginn í fínu færi en þaðan barst hann til Mohamed Elneny sem skoraði með laglegu skoti.

Snemma í síðari hálfleik skoraði Aubameyang svo af stuttu færi og þar við sat.

Mörkin úr leiknum, sem var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert