Gareth Bale skoraði þrennu fyrir Tottenham þegar liðið tók á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Leiknum lauk með 4:0-sigri Tottenaham en Son Heung-min skoraði fjórða og síðasta mark Tottenham í leiknum.
Bale opnaði markareikning sinn strax á 36. mínútu og hann var aftur á ferðinni á 61. mínútu áður en hann fullkomnaði þrennuna á 69. mínútu.
Leikur Tottenham og Sheffield United var sýndur beint á Síminn Sport.