Ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Liverpool

Naby Keita hefur komið við sögu í tíu leikjum með …
Naby Keita hefur komið við sögu í tíu leikjum með Liverpool á tímabilinu. AFP

Naby Keita, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur ekki áhuga á því að yfirgefa félagið í sumar. Það er James Pearce, blaðamaður hjá The Athletic, sem greinir frá þessu.

Keita hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool undanfarnar vikur en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu eftir að gengið til liðs við félagið frá RB Leipzig, sumarið 2018, fyrir 53 milljónir punda.

Miðjumaðurinn, sem er 26 ára gamall, hefur verið afar óheppinn með meiðsli á tíma sínum á Englandi en hann hefur skorað sjö mörk í 76 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum.

Keita hefur verið sterklega orðaður við Leicester að undanförnu en Liverpool er sagt tilbúið að selja leikmanninn fyrir 40 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert