Michail Antonio skoraði bæði mörk West Ham þegar liðið heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Turf Moor í Burnley í kvöld.
Leiknum lauk með 2:1-sigri West Ham en það var Chris Wood sem kom Burnley yfir strax á 19. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Antonio jafnaði metin fyrir West Ham tveimur mínútum síðar og hann var aftur á ferðinni á 29. mínútu þegar hann skoraði sigurmark leiksins.
Jóahn Berg Guðmundsson byrjaði á varamannabekk Burnley í kvöld en kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.
West Ham fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 58 stig og hefur tveggja stiga forskot á Tottenham sem er í sjötta sætinu.
Burnley er sem fyrr í sextánda sæti deildarinnar með 36 stig, jafn mörg stig og Newcastle.