Antonio hetja West Ham gegn Burnley

Michail Antonio fagnar sigurmarki sínu ásamt Said Benrahma.
Michail Antonio fagnar sigurmarki sínu ásamt Said Benrahma. AFP

Michail Antonio skoraði bæði mörk West Ham þegar liðið heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Turf Moor í Burnley í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri West Ham en það var Chris Wood sem kom Burnley yfir strax á 19. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Antonio jafnaði metin fyrir West Ham tveimur mínútum síðar og hann var aftur á ferðinni á 29. mínútu þegar hann skoraði sigurmark leiksins.

Jóahn Berg Guðmundsson byrjaði á varamannabekk Burnley í kvöld en kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

West Ham fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 58 stig og hefur tveggja stiga forskot á Tottenham sem er í sjötta sætinu.

Burnley er sem fyrr í sextánda sæti deildarinnar með 36 stig, jafn mörg stig og Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert