Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur hafið viðræður við franska miðjumanninn Paul Pogba um nýja samning en núverandi samningur Pogba rennur út sumarið 2022.
Pogba, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við United frá Juventus sumarið 2016 fyrir 89 milljónir punda en hann hefur reglulega verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarin ár.
Miðjumaðurinn hefur komið við sögu í 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur þrjú.
Mirror greinir frá því að United vilji halda leikmanninnum en ef hann er ekki tilbúinn að skrifa undir nýjan samning ætlar United sér að selja hann í sumar.
Pogba hefur verið orðaður við endurkomu til Juventus og þá er Real Madrid einnig sagt áhugasamt um leikmanninn sem kostar 90 milljónir punda.