WBA er svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á The Hawthorns í London í dag.
Fabio Silva kom Wolves yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks en Mbaye Diagne jafnaði metin fyrir WBA á 62. mínútu og þar við sat.
WBA er með 26 stig í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu, 10 stigum frá öruggu sæti.
Wolves siglir lygnan sjó í tólfta sæti deildarinnar með 42 stig.