Einstakur árangur hjá Chelsea

Chelsea-konur fagna eftir að hafa slegið Bayern München út í …
Chelsea-konur fagna eftir að hafa slegið Bayern München út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur náð einstökum árangri á þessu vori en bæði karla- og kvennalið félagsins leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu síðar í þessum mánuði.

Það hefur aldrei áður gerst í sögu Evrópumótanna að sama félagið eigi lið í báðum þessum úrslitaleikjum.

Kvennalið Chelsea hefur slegið út þýsku stórliðin Wolfsburg og Bayern München í átta liða úrslitum og undanúrslitum í vor og mætir Barcelona í úrslitaleik á Gamla Ullevi-leikvanginum í Gautaborg sunnudaginn 16. maí.

Chelsea-karlar fagna eftir að Timo Werner kom þeim yfir í …
Chelsea-karlar fagna eftir að Timo Werner kom þeim yfir í seinni undanúrslitaleiknum gegn Real Madrid í gærkvöld. AFP

Karlalið Chelsea sló Real Madrid út í gærkvöld og mætir Manchester City í úrslitaleik á Atatürk-leikvanginum í Istanbúl laugardagskvöldið 29. maí.

Chelsea er aðeins annað enska félagið frá upphafi sem kemst í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna en Arsenal vann keppnina árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert