Barcelona hefur hafið viðræður við argentínska framherjann Sergio Agüero um að ganga til liðs við félagið frá Manchester City í sumar.
Sky Sports skýrir frá þessu en Agüero yfirgefur City í sumar þegar samningur hans rennur út, eftir að hafa spilað með liðinu í tíu ár og skorað 258 mörk í 387 mótsleikjum fyrir félagið. Þar af hefur hann skorað 182 mörk í 273 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.