Sheffield United og Crystal Palace mætast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Bramall Lane í Sheffield klukkan 14.00 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.
Útsendingin hefst kl. 13.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn.
Sheffield United situr á botni deildarinnar með aðeins 17 stig og er fallið niður í 1. deild. Crystal palace er í þrettánda sæti með 38 stig og myndi gulltryggja áframhaldandi sæti í deildinni með sigri í dag.