Dominic Calvert-Lewin reyndist hetja Everton þegar liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Everton en Calvert-Lewin skoraði sigurmark leiksins á 24. mínútu.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu af 35 metra færi en Lukasz Fabianski varði vel frá honum.
Leikur West Ham og Everton var sýndur beint á Símanum Sport.