Mörkin: Fernandes hóf endurkomu United

Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir Manchester United úr vítaspyrnu þegar liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Betrand Traoré kom Aston Villa yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Fernandes jafnaði metin fyrir United í upphafi síðari hálfleiks.

Þeir Mason Greenwood og Edinson Cavani bættu svo við sínu markinu hvor fyrir United í síðari hálfleik og lokatölur því 3:1 í Birmingham.

Leikur Aston Villa og Manchester United var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert