Arsenal verður að byrja næsta tímabil vel

Arsenal á talsvert í land til að geta ógnað bestu liðunum í ensku úrvalsdeildinni að mati Eiðs Smára Guðjohnsens og Gylfa Einarssonar sem ræddu stöðu liðsins í þættinum Völlurinn á Símanum Sport.

„Það vantar ýmislegt til þess að Arsenal geti farið í einhvers konar toppbaráttu. Liðið endar þar sem ég bjóst við fyrirfram. Ef við horfum á varnarlínuna þá er hún ekki í stakk búin til að berjast um Meistaradeildarsæti," sagði Eiður Smári m.a. í þættinum.

Gylfi tók undir þetta og sagði að Arsenal þyrfti á umbyltingu að halda í sumar. Hann kvaðst ekki sannfærður um að Mikel Arteta væri rétti maðurinn til að halda áfram með liði en rétt væri að gefa honum sumargluggann til þess að hreinsa til í hópnum og sjá hvar Arsenal myndi standa eftir tíu umferðir á næsta tímabili. Liðið yrði að byrja vel.

Umræðurnar um Arsenal má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert