Burnley felldi Fulham

Chris Wood fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Chris Wood fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Fulham er fallið úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir tap gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Craven Cottage í London í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Burnley en bæði mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik.

Ashley Westwood kom Burnley yfir á 35. mínútu og Chris Wood tvöfaldaði forystu Burnley undir lok fyrri hálfleiks.

Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley í kvöld.

Burnley fer með sigrinum upp í 39 stig í fjórtánda sæti deildarinnar en Fulham er með 27 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu, 10 stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert