Chris Wood skoraði frábært mark fyrir Burnley þegar liðið heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 2:0-sigri Burnley en Woods skoraði eftir frábært samspil Burnley-manna á 44. mínútu.
Fyrir hafði Ashley Woods komið Burnley yfir á 35. mínútu eftir frábæran undirbúning Matej Vydra.
Leikur Fulham og Burnley var sýndur beint á Síminn Sport.