City Englandsmeistari í fimmta sinn

Manchester City er með öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Manchester City er með öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Manchester City er Englandsmeistari tímabilið 2020-21 en þetta varð ljóst eftir 2:1-sigur Leicester gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í dag.

Manchester City er með 80 stig í efsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu en United var eina liðið sem gat náð City að stigum fyrir leik dagsins.

United þurfti því að vinna eða gera jafntefli til þess að halda titilbaráttunni á lífi en af því varð ekki.

Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem City verður Englandsmeistari og í fimmta sinn á síðustu níu árum.

Pep Guardiola tók við þjálfun liðsins sumarið 2016 og er þetta í þriðja sinn sem hann gerir liðið að Englandsmeisturum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert