Southampton kom til baka gegn Palace

Danny Ings fór mikinn fyrir Southampton í kvöld.
Danny Ings fór mikinn fyrir Southampton í kvöld. AFP

Danny Ings skoraði tvívegis fyrir Southampton þegar liðið fékk Crystal Palace í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á St. Mary's í Southampton í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Southampton en Christian Benteke kom Crystal Palace yfir strax á 2. mínútu.

Ings jafnaði metin á 19. mínútu áður en Che Adams kom Southampton yfir í upphafi síðari hálfleiks.

Ings var svo aftur á ferðinni á 75. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark Southampton.

Southampton er með 40 stig í fjórtánda sæti deildarinnar en Crystal Palace er með 41 stig í þrettánda sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert