Markið: Skelfileg varnarmistök

Jorginho leikmanni Chelsea urðu á skelfileg mistök á Stamford Bridge í London í kvöld og urðu þau til þess að Arsenal skoraði eina markið í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Jorginho fékk boltann við eigin vítateig og leikmenn Arsenal pressuðu varnarmenn Chelsea. Jorginho gaf skelfilega sendingu til baka og var hér um bil búinn að skora sjálfsmark. Það slapp fyrir horn þegar markvörðurinn Kepa náði að bjarga. En boltinn hafnaði hjá Pierre-Emerick Aubayemang  sem gaf á Emile Smith Rowe og gat hann skorað auðveldlega. 

Markið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn var í beinni útsendingu hjá Símanum Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert