Aftur mótmælt fyrir stórleikinn (myndskeið)

Stuðningsmenn Manchester United fjölmenntu fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir leikinn við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Leikurinn átti upprunalega að fara fram sunnudaginn 2. maí, en var frestað eftir að hópur stuðningsmanna braust inn á völlinn. 

Stuðningsmenn félagsins eru búnir að fá nóg af eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar, sérstaklega eftir að félagið tilkynnti að það hygðist taka þátt í Ofurdeild Evrópu, en sú ákvörðun var síðar dregin til baka. 

Svipmyndir af mótmælunum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en góð öryggisgæsla virðist vera til staðar. Leikmenn og þjálfarateymi United eru komin á völlinn, en mótmælendur töfðu liðsrútu Liverpool-liðsins og þegar þessi frétt er skrifuð eru leikmenn gestanna ekki mættir á Old Trafford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert