Stjóri mánaðarins kemur úr neðri hlutanum

Steve Bruce á hliðarlínunni.
Steve Bruce á hliðarlínunni. AFP

Gamla brýnið Steve Bruce hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins fyrir aprílmánuð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Steve Bruce er stjóri Newcastle United. Newcastle þurfti að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild en góður árangur í apríl forðaði liðinu frá hættusvæðinu. Þá vann liðið tvo leiki og gerði tvö jafntefli. Í þremur leikjanna sneri liðið erfiðri stöðu í sigur eða jafntefli og náði í dýrmæt stig. 

Jesse Lingard var valinn leikmaður mánaðarins í apríl fyrir frammistöðu sína með West Ham sem fékk leikmanninn lánaðan frá Manchester United. Skoraði hann fjögur mörk í fjórum leikjum í apríl. 

Jesse Lingard.
Jesse Lingard. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert