Spánverjinn Ferrán Torres gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Manchester City í 4:3-sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í fjörugum leik.
City hefur þegar tryggt sér enska meistaratitilinn og leikmenn eins og Torres, sem hafa ekki verið í lykilhlutverki í vetur, fengu að spreyta sig og Spánverjinn nýtti tækifærið vel.
Öll sjö mörk leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.