Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í gærkvöld eftir að lið hans Manchester United tapaði 2:4 fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Eftir leikinn voru niðrandi ummæli og tákn hnýtt aftan við færslu á Instegram sem Fred hafði sett inn eftir útisigur liðsins gegn Aston Villa síðasta sunnudag.
Fred varð áður fyrir svipuðu aðkasti eftir að United var slegið út af Leicester í bikarkeppninni í vetur. Liðsfélagar hans Marcus Rashford, Axel Tuanzebe og Anthony Martial og Lauren James leikmaður kvennaliðs Manchester United hafa öll orðið fyrir slíku níði á netinu á þessu keppnistímabili.